föstudagur, 14. apríl 2017

Hvenar verður maður fullorðinn?

Ég hef lengi velt því fyrir mér hvenar mér mun finnast ég ver orðin fullorðin!
Satt að segja finnst mér ég ekki vera neitt eldri en ég var þegar ég var 20 mögulega vitrari og lífsreyndari en fullorðin finnst mér ég ekki vera!

Ég eignaðist mitt fyrsta barn þegar ég var 22 ára og bjóst við að með þessari miklu ábyrgð sem það fylgir að eignast barn og þurfa að passa uppá það, ala það upp og bera ábyrgð á því það sem eftir er myndi maður verða ofsalega fullorðinn og hætta að upplifa sig sem bara einhvern stelpukjána í lífinu. En nei ég hafði sko heldur betur rangt fyrir mér, mér fannst ég ekkert fullorðin ég var bara orðinn stelpukjáni með ungabarn!

Hugsanlega myndi mér finnast ég verða fullorðin þegar ég myndi kaupa mitt fyrsta hús það væri svo fullorðins eitthvað! Við fjárfestum svo í okkar fyrsta húsi þegar ég var orðin 23 ára, þessu fína einbýlishúsi með bílskúr og 4 svefnherbergjum ekkert smá flott hús þar sem ég myndi koma allri fjölskyldunni fyrir í framtíðinni! 
En nei ekki fannst mér ég neitt fullorðnari við að eignast draumahúsið ég var en bara sami stelpukjáninn og áður nema núna með 1 árs barn svaka flottan sambýlismann og risa einbýlishús!

Hmmm mögulega kemur þetta þegar ég eignast barn númer tvö því það fylgir því náttúrulega miklu meiri ábyrgð að vera komin með tvö börn, það barn mætti á svæðið þegar ég var 24 ára með látum enduð á að fara með sjúkraflugi suður og vorum á vökudeild í rúma viku áður en við fengum að fara heim og takast á við lífið með tvö börn... 
Varð ég eitthvað fullorðnari við þessa lífreynslu en vissulega fékk ég full af stigum í lífsreynslupakkann... nei nú var ég bara stelpukjáni með 2 börn, flottasta sambýlismanninn og aðeins fyllra einbýlishús!

Jæja þetta hlítur þá að gerast þegar ég gifti mig (já ég býð sko spennt eftir að finnast ég verða fullorðin). Við hjónin giftum okkur 13. júlí 2013 þegar ég var 26 ára með pomp og prakt og gerði ég mest allt sjálf fyrir brúðkaupið, ég bjó til allar skreytingar, borðamerkingar og flöskumerkingar. auk þess sem ég bakaði brúðartertuna sjálf og eldaði humarsúpuna sem að var í forrétt má segja að þetta hafi verið svona "do it yourself" brúðkaup ég meira að segja litaði brúðarskóna mína sjálf af því að auðvitað áttu þeir að vera grænir og það fær maður víst ekki keypt útí búð! 
Varð ég eitthvað fullorðnari við allt þetta?
Neibb bara en sami stelpukjáninn nema núna orðin frú með 2 börn, frábæran eiginmann og æðislegt einbýlishús!!

Jæja nú er að verða lítið eftir sem að getur gert mann fullorðinn! Kannski þegar þriðja barnið kæmi og fjölskyldan væri orðin full mönnuð. 2015 fæddist lítil sæt og yndisleg prinsessa og allir fjölskyldu meðlimir með stjörnur í augunum yfir þessari fullkomnun fjölskyldunar. Við vorum orðin kjörfjölskylda vantar reyndar hundinn en fiskarnir okkar verða bara að duga sem gæludýr... Fannst mér ég verða orðin fullorðin?
Nei svo aldeilis ekki en sami stelpukjáninn og alltaf nema núna komin með kjörfjölskylduna, börn af báðum kynjum, flottasta eiginmanninn, húsið, bílinn, gæludýrið og allt hitt fullorðinsdótið.

Hmmm hvenar í óskupunum skyldi ég verða fullorðin í mínum huga... ég er að verða búin að gera allt sem að allt hitt fullorðnar fólkið er með! Mögulega kannski þegar ég verð amma, besta amman sem hægt verður að finna!!

 Ég spurði mömmu einhvertíman að því hvenar henni fannst hún vera orðin fullorðinn, mamma svaraði engu hún hugsaði bara og hugsaði, svo ætli manni finnist maður einhvertíman vera orðinn fullorðinn? 

Mér finnst ég allavegana ekki vera neitt rosa fullorðin eitthvað, finnst ég heldur ekki vera deigi eldri en 23 ára en lífsaldurinn segir þó eitthvað annað!

Amma segir alltaf að maður sé ekki eldri en manni finnist maður vera svo ég er því 23 ára komin með 8 ára reynslu á 3 börn, æðislegan eiginmann, rosa flott einbýlishús sem að ég er búin að fylla öll herbergin í og reyni einsog ég get að vera besta mamman og eiginkonan sem hægt er að hugsa sér en fullorðna tel ég mig ekki vera!

Stelpukjáninn og grasekkjan kveður að sinni

p.s. finnst þér þú vera orðin fullorðin?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli