Ég hef ofsalega gaman að því að gera veislur svoltið að mínum og það gerði ég klárlega við brúðkaupið mitt enda engin veisla betri til að hafa algjörlega eftir sínu höfði en sitt eigið brúðkaup, ég líka gerði svoltið mikið allt sjálf og langar til að deila smá af því með ykkur
Ég velti því mikið fyrir mér hvernig ég ætti að merkja borðin því mig langaði til að hafa þau skemtilega merkt og þannig að gestir myndu fá smá fróðleik og sögur um okkur brúðhjónin í leiðinni!
Eftir miklar pælingar ákvað ég að notast við heimilin sem við hefðum búið á og skrifa smá sögu af hverju heimili fyrir sig.
Ég fann svo þessa fínu ramma í IKEA til að setja merkingarnar í
Ótrúlega einfallt og fallegt
Þar sem að ég drekk einungis hvítvín og eiginmaðurinn eingungis rauðvín ákvað ég að taka og breyta vínflöskunum örlítið líka og gera þær að okkar rauðvínið varð að Siggavíni, hvítvínið að Katrínarvíni og bjórinn okkar beggja
Ég lagaði svo aðeins til innihaldslýsingarnar líka
innihaldslýsing: lýsti okkur
Neysla þessa drykkjar getur valdið eftirfarandi aukaverkunum: um okkur og hlutir sem við höfðum gert gáfulegir og ógáfulegir meira samt svona ógáfulegir!
Of mikil neysla getur valdið því að: þarna setti ég inn vitlausa hluti sem við höfðum gert á djamminu eða í glasi.
Hér er til dæmis það sem var aftan á hvítvíninu:
Svo gerði ég alskonar svona spjöld til að setja á borðin þannig að það myndi pottþétt engum leiðast í brúðkaupinu mínu ef það yrði einhver bið eða honum finndist sessunauturinn ekki nógu skemmtilegur þá gæti hann drekkt sér í alskyns lestri og verkefnum hahaha...
"Kissing menu" alveg ótrúlegt hvað fólk er til í að leggja á sig til að fá að sjá brúðhjónin kyssast en þetta gerði það mjög skemmtilegt og fengum við mikið af skemmtilegum sögum bröndurum og fjöldasöng
Ég bjó svo til nokkrar spurningar, til að borðin gæti leyst úr saman og skilað inn til að fá koss frá okkur brúðhjónunum og nokkrar staðhæfingar þar sem átti að svara rétt og rangt
Svo að lokum sætismerkingarnar, en þær setti ég á langan miða og voru skemmtanastjórarnir með heftara svo fólk gæti heftað hann saman í hring utan um fótinn á glasinu sínu og þannig voru allir komnir með merkt glös!
Vonandi nýtist þetta einhverjum ;)
Adios amigos
. : Sif : .
snapp @sifhannar
Engin ummæli:
Skrifa ummæli