Ég settist hérna við tölvuna í dag og velti fyrir mér hvað ég ætti að setja hérna inn...
það var alveg sama hvað ég hugsaði mikið og stíft mér datt bara ekki nokkuð í hug bara ekki neitt það vara bara allt grænt (já sko þegar hugur minn er tómur þá er hann grænn þar sem ég elska grænt og vill hafa allt grænt, ok kannski ekki allt en mjög margt, væri til dæmis ekki til í að vera með grænt hár þar sem að það færi mér bara engan vegin, þannig við skulum segja að ég vilji hafa allt grænt sem góðu hófi gegnir... nei þá erum við sjálfsagt en að hliðra sannleiknum.
Hvað um það skulum bara segja ég er jafn hrifin af grænu og Gveiga85 er hrifin af gulu (hmm ef þið vitið ekki hver hún er þá eruð þið að missa af miklu hún er svo mikil dásemd myndi eiginlega vera til í að eiga svona litla útgáfu af henni í svona glerbúri sem ég gæti gefið að borða og fylgst með svona líkt og fiskana mína... (verst að ef ég væri komin með þessa elsku inní stofu til mín þá myndi ég líklegast ekki gera neitt annað en að velta þessari yndisveru fyrir mér!!! (eee ég er farin að hljóma svoltið einsog einhver kolbiluð snaróð kattakona (ok við erum komin með alltof marga sviga hérna, verðum að loka þeim öllum og finna út hvern skollan ég var að tala um, já íslenskukennarinn minn í barnaskóla lagði mikla áherslu á að maður lokaði öllum svigum aftur... ))) annnars getið þið tékkað á henni á snappinu)) held þeir séu allir lokaðir núna... en veit einhver um hvað ég er að tala hérna eða eru allir orðnir jafn ruglaðir og ég?
hugsa að ég byrji bara aftur
Ég settist hérna við tölvuna í dag og velti fyrir mér hvað ég ætti að setja hérna inn... það var alveg sama hvað ég hugsaði mikið og stíft mér datt bara ekki nokkuð í hug bara ekki neitt það vara bara allt grænt.
"Skyldi hugmyndaleysið stafa af minnkaðri kók og súkkulaðineyslu"
Meðan ég velti þessu fyrir mér datt ég í það að laga til í ÖLLUM myndunum í tölvunni hjá mér og já það eru MARGAR myndir og mundi þá eftir þessum stórsniðugu myndabókum sem að ég byrjaði að gera fyrir 4 árum síðan...
![]() |
Ætlaði svo að skrautskrifa á kápurnar er bara ekki búin að því enþá |
Alveg rosalega sniðugar fann þær inná www.bonusprint.co.uk
Man að ég hugsaði með mér "sniðugt að gera bara alltaf eina svona bók í hverjum mánuði og þá verða allar myndirnar mínar komnar í myndabækur raðaðar alveg einsog ég vill og eins stórar og ég vil hafa þær eftir bara svona 18 mánuði eða svo...
hmm... hvað ég sé komin með margar bækur spyrjið þið jú er komin með heilar 2, maður þarf nefnilega að gera þetta ekki bara fá hugmyndina skiljið þið.
En þessar bækur eru mjög flottar þrátt fyrir að ég sé búin að vera ofsalega löt að henda í þær, en ég er að verða búin að leggja lokahönd á þriðjubókina sem þýðir að ég er að verða komin með fyrstu 6 mánuðina af lífi frumburðarins í myndabækur...
Ótrúlegt hvað maður er duglegur að taka mynd af frumburðinum sínum og bara allar myndirnar svona skrambi fínar að maður verður bara að eiga þær allar það er það góða við þessar bækur maður getur tekið svona myndaseríur og sett bara allar myndirnar á eina opnum og haft svo bara þessa flottustu aðeins stærri en maður á þá alla flottu og skemmtilegu svipina sem að komu bara allir á þessari sömu mínútu og maður var með stillt á "hrísgotabyssuna" á myndavélinni þið vitið þannig að hún taki bara endalaust af myndum meðan maður heldur takkanum niðri!
Svo er það besta við þessar bækur að þú færð sko afslátt þegar þú kaupir fyrstu bókina og með henni færðu afsláttarkóða þannig að ef þú panntar næstu innan viss tíma þá getur notað afsláttarkóðan (já nei mér hefur aldrei tekist að nota aflsáttarkóðan) og svo eru þeir alltaf með einhver tilboð og það er hægt að velja um alskonar aukadót svo sem að hafa mynd á kápunni eða áletrun eða bara nefndu það þeir bjóða uppá það og bókin hefur yfirleitt verið komin til mín innan tveggja vikna frá pöntun!!
Bækurnar geta verið alveg frá 10 uppí 120 blaðsíður
Það er hægt að fá bækurnar líka í öllum stærðum og gerðum og maður kemur feliri hundruð mynda í eina bók...
Held að það séu eitthvað um 400 myndir í minni bókinn hjá mér og 700 í stærri bókinni!!
Sif hannar kveður
P.s. Fyrir þá sem að eru rosalega snöggir þá er ég aðeins að fara yfir þetta á snappinu hjá mér þannig þið getið hoppað þangað ef ykkur langar að sjá meira! @sifhannar
Engin ummæli:
Skrifa ummæli