fimmtudagur, 6. apríl 2017

Karrýfiskur í sparifötum!

Í kvöld gerði ég Karrýfisk í sparifötum með hvítlauksbrauði og ákvað að deila honum með ykkur þar sem að hann er alveg obboslega ljúffengur og einfaldur í framkvæmd og ekki með 300 hráefnum einsog er svo oft í öllum þessum uppskriftum sem að maður finnur ;)

Karrýfiskur í sparifötum með hvítlauksbrauði


Uppskrift fyrir 4

600 gr. Fiskur (auðvitað beinhreinsaður og flakaður hvað annað)
2 dl. Hrísgrjón
2 dl. Súrmjólk
4 msk. Majones (létt eða þungt breytir engu)
2 tsk. karrý
salt
100 gr. nýjir eða niðursoðnir sveppir
ostur rifinn eða í sneiðum

Maður byrjar á að sjóða hrísgrjónin bara svona eftir leiðbeiningunum á pakkanum eða bara einsog þú sýður alltaf hrísgrjón það kunna nú allir að sjóða hrísgrjón er það ekki?
Annars finnst mér líka gott að nota afgangs hrísgrjónin sem að voru með kínamatnum sem ég mögulega panntaði í gær... (verst að það er enginn spennandi kínastaður á Akureyri lengur svo ég verð bara að sjá um að sjóða þau sjálf... en hvað um það áfram með uppskriftina)
Maður tekur svo hrísgrjónin öll og setur þau í smurt fallegt eldfast mót (mjög mikilvægt að það sé fallegt ég meina kannski kemur forsetinn óboðinn í mat og þá viltu nú ekki vera að bera matinn fram í ljótu fati) dreifir vel úr þeim á botninn

Þetta er t.d. ekkert sérlega fallegt fat og sem betur fer kom forsetinn ekki í mat í dag!!!


Næst hrærir maður saman súrmjólkinni majonesinu, karrýinum (beygir maður það svona... hmmm það má guð vita) og dass af salti. 


Passa að hræra rosa vel svo ekki komi kekkir (auðvitað lang best að nota handþeytarann bara jaa eða hrærivélina ef maður er að elda fyrir 30 mans svona til að maður verði ekki þreyttur í hendinni ekki viljum við hafa fólk handlama eftir eldamenskuna...)




Skerð svo fiskinn í bita 


og annað hvort hrúgar honum á hrísgrjónin eða raðar honum fallega fer eftir því hversu ferkantaður þú ert hvor aðferðin henntar þér betur, minn fiskur er alltaf rosalega fallega raðaður enda er ég með fullkomnunaráráttu á virkilega háu stigi! 



þegar þið hafið hrúgað eða raðað fisknum yfir hrísgrjónin stráið þið salti yfir, sneiðið sveppina og dreifið þeim síðan yfir fiskinn (mér finnst samt alltaf miklu betra að svona einsog eitt box af sveppum og steikja þá fyrst uppúr smjöri og salti og dreifa/raða þeim svo yfir fiskinn en það verður bara hver að meta það sjálfur).



Að lokum hellir maður sósunni yfir öll herlegheitin varlega svo að uppröðuninn fari ekki í rugl ef þið röðuðuð (vó hvað eru mörg "ð" í þessu) ef þið bara hrúguðuð öllu draslinu í fatið þá bara sullið þið sósunni yfir líka!!!



Skutlið þessu svo inní ofninn sem er svona 200°c í svona 30-40 mín


Skutlið svo ostinum  yfir réttinn 


og bakið áfram þar til osturnn hefur fengið lit (ég svissa alltaf þarna yfir á grill og blástur til að osturinn verði svona pínu krönsí


og svo rúsínan í pylsuendanum þá toppum við þetta með ljúfengum hvítlauksbrauði


Það tekur svona ca. 10-15 mín að græja þennan rétt, svo hann er snilld fyrir fólk sem að hefur lítinn tíma til að hanga í eldhúsinu yfir einhverjum brjálæðislega flóknum uppskriftum sjálf geri ég alltaf 3 falda uppskrift í einu og set í 2 aukaform og í frysti þanngi að ég eigi tilbúinn rétt næst þegar ég hef ekki tíma til að elda þá get ég bara skutlað honum beint í ofninn!

Njótið vel!

Grasekkjan sem nennir ekki flóknum réttum kveður að sinni!

snap: sifhannar


Engin ummæli:

Skrifa ummæli