Mig langar til að segja ykkur örlítið frá mæðgunum mínum þeim Matthildu sem er mamman, Öldu sem er elsta systirin, Hildu sem er mið systirin og svo Huldu sem að er yngsta systirin!
hmmm þetta er nú samt frekar öfugsnúið þar sem að Hulda kom fyrst, svo Hilda, síðan kom Alda og að lokum Matthilda!!!
Nú sitjið þið eflaust og veltið fyrir ykkur hvað í fjáranum er konan að fjasa um og hverjar í óskupunum eru Matthilda, Alda, Hilda og Hulda????
Já ég skal sko segja ykkur það, þær munu vera snyrtitösku mæðgurnar mínar ;)
Ég er semsagt að sauma og hanna þessar fallegu töskur sjálf, auk þess sem að ég lita allt efnið mitt sjálf þannig að hver taska byrjar bara sem hvítt efni og ég svo bý til mynstrið í hana með því að brjóta hana á ýmsa vegu fer allt eftir hvaða mynstur ég er að sækjast eftir að fá!
Síðan dýfi ég því ofan í "indigobað" sem að litar efnið bara þar sem að súrefni kemst að og þannig fæ ég út mynstrin mín, við skulum sjá nokkrar myndir af efninu eftir fyrri litunina þar sem mynstrið er komið.
Síðan lita ég yfir með þeim lit sem að viðskiptavinurinn óskar eftir, sem þýðir að hjá mér getur fengið snyrtitösku í þeim lit sem þig hefur alltaf dreymt um en aldrei fundið...
Þá vitið þið hvernig efnið mitt verður til ;)
En ég semsagt byrjaði á því að búa hana Huldu til, sem er jafn stór og hafrakex pakki, ja eða sko hafrakexpakkinn passar akkurrat inní hana. Hulda er minnst af þeim mæðgum og því yngsta systirin. Hér eru nokkrar myndir af Huldu ;)
Finnst ykkur hún ekki falleg?
Hilda systir hennar er sko ekkert síðri, en hún mun vera mið systirin og er mitt á milli Huldu og Öldu í lengd og varð hún til vegna þess að einhverjum langaði í öggulítið stærri tösku svo auðvitað var reddað því og úr því varð Hilda
Við skulum sjá nokkrar myndir af henni!
Svo er það hún Alda sem að er elsta systirin og er lang lengst en hún var hugsuð þannig að sjampó brúsarnir kæmust alveg örugglega fyrir í henni og er hún já svipað löng og lu kexpakkarnir ;) við skulum sjá nokkrar myndir af henni Öldu
og að lokum er það Matthilda sem að er mamman þar sem að hún er lang stærst en í hana á að passa stór palletta eða svona ca. 25*25 og lítur svona út
Að lokum langar mig að segja ykkur frá leik sem er í gangi á like-síðunni minni Sif hannar á fésinu en ef síðan nær 500 like fyrir maí lok ætla ég að gefa tvær huldur auk þess sem að það er 500 kr. afsláttur af ÖLLUM snyrtitöskum út maí
yfir og út
Sif hannar kveður
p.s. minni á snappið hjá mér "sifhannar" er að vinna í snyrtitöskum núna svo endilega hoppið þangað inn og sjáið töfrana með eigin augum ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli