föstudagur, 14. apríl 2017

Hvenar verður maður fullorðinn?

Ég hef lengi velt því fyrir mér hvenar mér mun finnast ég ver orðin fullorðin!
Satt að segja finnst mér ég ekki vera neitt eldri en ég var þegar ég var 20 mögulega vitrari og lífsreyndari en fullorðin finnst mér ég ekki vera!

Ég eignaðist mitt fyrsta barn þegar ég var 22 ára og bjóst við að með þessari miklu ábyrgð sem það fylgir að eignast barn og þurfa að passa uppá það, ala það upp og bera ábyrgð á því það sem eftir er myndi maður verða ofsalega fullorðinn og hætta að upplifa sig sem bara einhvern stelpukjána í lífinu. En nei ég hafði sko heldur betur rangt fyrir mér, mér fannst ég ekkert fullorðin ég var bara orðinn stelpukjáni með ungabarn!

Hugsanlega myndi mér finnast ég verða fullorðin þegar ég myndi kaupa mitt fyrsta hús það væri svo fullorðins eitthvað! Við fjárfestum svo í okkar fyrsta húsi þegar ég var orðin 23 ára, þessu fína einbýlishúsi með bílskúr og 4 svefnherbergjum ekkert smá flott hús þar sem ég myndi koma allri fjölskyldunni fyrir í framtíðinni! 
En nei ekki fannst mér ég neitt fullorðnari við að eignast draumahúsið ég var en bara sami stelpukjáninn og áður nema núna með 1 árs barn svaka flottan sambýlismann og risa einbýlishús!

Hmmm mögulega kemur þetta þegar ég eignast barn númer tvö því það fylgir því náttúrulega miklu meiri ábyrgð að vera komin með tvö börn, það barn mætti á svæðið þegar ég var 24 ára með látum enduð á að fara með sjúkraflugi suður og vorum á vökudeild í rúma viku áður en við fengum að fara heim og takast á við lífið með tvö börn... 
Varð ég eitthvað fullorðnari við þessa lífreynslu en vissulega fékk ég full af stigum í lífsreynslupakkann... nei nú var ég bara stelpukjáni með 2 börn, flottasta sambýlismanninn og aðeins fyllra einbýlishús!

Jæja þetta hlítur þá að gerast þegar ég gifti mig (já ég býð sko spennt eftir að finnast ég verða fullorðin). Við hjónin giftum okkur 13. júlí 2013 þegar ég var 26 ára með pomp og prakt og gerði ég mest allt sjálf fyrir brúðkaupið, ég bjó til allar skreytingar, borðamerkingar og flöskumerkingar. auk þess sem ég bakaði brúðartertuna sjálf og eldaði humarsúpuna sem að var í forrétt má segja að þetta hafi verið svona "do it yourself" brúðkaup ég meira að segja litaði brúðarskóna mína sjálf af því að auðvitað áttu þeir að vera grænir og það fær maður víst ekki keypt útí búð! 
Varð ég eitthvað fullorðnari við allt þetta?
Neibb bara en sami stelpukjáninn nema núna orðin frú með 2 börn, frábæran eiginmann og æðislegt einbýlishús!!

Jæja nú er að verða lítið eftir sem að getur gert mann fullorðinn! Kannski þegar þriðja barnið kæmi og fjölskyldan væri orðin full mönnuð. 2015 fæddist lítil sæt og yndisleg prinsessa og allir fjölskyldu meðlimir með stjörnur í augunum yfir þessari fullkomnun fjölskyldunar. Við vorum orðin kjörfjölskylda vantar reyndar hundinn en fiskarnir okkar verða bara að duga sem gæludýr... Fannst mér ég verða orðin fullorðin?
Nei svo aldeilis ekki en sami stelpukjáninn og alltaf nema núna komin með kjörfjölskylduna, börn af báðum kynjum, flottasta eiginmanninn, húsið, bílinn, gæludýrið og allt hitt fullorðinsdótið.

Hmmm hvenar í óskupunum skyldi ég verða fullorðin í mínum huga... ég er að verða búin að gera allt sem að allt hitt fullorðnar fólkið er með! Mögulega kannski þegar ég verð amma, besta amman sem hægt verður að finna!!

 Ég spurði mömmu einhvertíman að því hvenar henni fannst hún vera orðin fullorðinn, mamma svaraði engu hún hugsaði bara og hugsaði, svo ætli manni finnist maður einhvertíman vera orðinn fullorðinn? 

Mér finnst ég allavegana ekki vera neitt rosa fullorðin eitthvað, finnst ég heldur ekki vera deigi eldri en 23 ára en lífsaldurinn segir þó eitthvað annað!

Amma segir alltaf að maður sé ekki eldri en manni finnist maður vera svo ég er því 23 ára komin með 8 ára reynslu á 3 börn, æðislegan eiginmann, rosa flott einbýlishús sem að ég er búin að fylla öll herbergin í og reyni einsog ég get að vera besta mamman og eiginkonan sem hægt er að hugsa sér en fullorðna tel ég mig ekki vera!

Stelpukjáninn og grasekkjan kveður að sinni

p.s. finnst þér þú vera orðin fullorðin?

þriðjudagur, 11. apríl 2017

Myndabækur geymsla góðra minninga!

Ég settist hérna við tölvuna í dag og velti fyrir mér hvað ég ætti að setja hérna inn... 
það var alveg sama hvað ég hugsaði mikið og stíft mér datt bara ekki nokkuð í hug bara ekki neitt það vara bara allt grænt (já sko þegar hugur minn er tómur þá er hann grænn þar sem ég elska grænt og vill hafa allt grænt, ok kannski ekki allt en mjög margt, væri til dæmis ekki til í að vera með grænt hár þar sem að það færi mér bara engan vegin, þannig við skulum segja að ég vilji hafa allt grænt sem góðu hófi gegnir... nei þá erum við sjálfsagt en að hliðra sannleiknum. 
Hvað um það skulum bara segja ég er jafn hrifin af grænu og Gveiga85 er hrifin af gulu (hmm ef þið vitið ekki hver hún er þá eruð þið að missa af miklu hún er svo mikil dásemd myndi eiginlega vera til í að eiga svona litla útgáfu af henni í svona glerbúri sem ég gæti gefið að borða og fylgst með svona líkt og fiskana mína... (verst að ef ég væri komin með þessa elsku inní stofu til mín þá myndi ég líklegast ekki gera neitt annað en að velta þessari yndisveru fyrir mér!!! (eee ég er farin að hljóma svoltið einsog einhver kolbiluð snaróð kattakona (ok við erum komin með alltof marga sviga hérna, verðum að loka þeim öllum og finna út hvern skollan ég var að tala um, já íslenskukennarinn minn í barnaskóla lagði mikla áherslu á að maður lokaði öllum svigum aftur... ))) annnars getið þið tékkað á henni á snappinu)) held þeir séu allir lokaðir núna... en veit einhver um hvað ég er að tala hérna eða eru allir orðnir jafn ruglaðir og ég? 
hugsa að ég byrji bara aftur

Ég settist hérna við tölvuna í dag og velti fyrir mér hvað ég ætti að setja hérna inn... það var alveg sama hvað ég hugsaði mikið og stíft mér datt bara ekki nokkuð í hug bara ekki neitt það vara bara allt grænt. 

"Skyldi hugmyndaleysið stafa af minnkaðri kók og súkkulaðineyslu"

Meðan ég velti þessu fyrir mér datt ég í það að laga til í ÖLLUM myndunum í tölvunni hjá mér og já það eru MARGAR myndir og mundi þá eftir þessum stórsniðugu myndabókum sem að ég byrjaði að gera fyrir 4 árum síðan... 

Ætlaði svo að skrautskrifa á kápurnar er bara ekki búin að því enþá 


Alveg rosalega sniðugar fann þær inná www.bonusprint.co.uk 

Man að ég hugsaði með mér "sniðugt að gera bara alltaf eina svona bók í hverjum mánuði og þá verða allar myndirnar mínar komnar í myndabækur raðaðar alveg einsog ég vill og eins stórar og ég vil hafa þær eftir bara svona 18 mánuði eða svo... 

hmm... hvað ég sé komin með margar bækur spyrjið þið jú er komin með heilar 2, maður þarf nefnilega að gera þetta ekki bara fá hugmyndina skiljið þið.



En þessar bækur eru mjög flottar þrátt fyrir að ég sé búin að vera ofsalega löt að henda í þær, en ég er að verða búin að leggja lokahönd á þriðjubókina sem þýðir að ég er að verða komin með fyrstu 6 mánuðina af lífi frumburðarins í myndabækur... 

Ótrúlegt hvað maður er duglegur að taka mynd af frumburðinum sínum og bara allar myndirnar svona skrambi fínar að maður verður bara að eiga þær allar það er það góða við þessar bækur maður getur tekið svona myndaseríur og sett bara allar myndirnar á eina opnum og haft svo bara þessa flottustu aðeins stærri en maður á þá alla flottu og skemmtilegu svipina sem að komu bara allir á þessari sömu mínútu og maður var með stillt á "hrísgotabyssuna" á myndavélinni þið vitið þannig að hún taki bara endalaust af myndum meðan maður heldur takkanum niðri!



Svo er það besta við þessar bækur að þú færð sko afslátt þegar þú kaupir fyrstu bókina og með henni færðu afsláttarkóða þannig að ef þú panntar næstu innan viss tíma þá getur notað afsláttarkóðan (já nei mér hefur aldrei tekist að nota aflsáttarkóðan) og svo eru þeir alltaf með einhver tilboð og það er hægt að velja um alskonar aukadót svo sem að hafa mynd á kápunni eða áletrun eða bara nefndu það þeir bjóða uppá það og bókin hefur yfirleitt verið komin til mín innan tveggja vikna frá pöntun!!

Bækurnar geta verið alveg frá 10 uppí 120 blaðsíður

Það er hægt að fá bækurnar líka í öllum stærðum og gerðum og maður kemur feliri hundruð mynda í eina bók...
Held að það séu eitthvað um 400 myndir í minni bókinn hjá mér og 700 í stærri bókinni!!

Sif hannar kveður

P.s. Fyrir þá sem að eru rosalega snöggir þá er ég aðeins að fara yfir þetta á snappinu hjá mér þannig þið getið hoppað þangað ef ykkur langar að sjá meira! @sifhannar 

fimmtudagur, 6. apríl 2017

Karrýfiskur í sparifötum!

Í kvöld gerði ég Karrýfisk í sparifötum með hvítlauksbrauði og ákvað að deila honum með ykkur þar sem að hann er alveg obboslega ljúffengur og einfaldur í framkvæmd og ekki með 300 hráefnum einsog er svo oft í öllum þessum uppskriftum sem að maður finnur ;)

Karrýfiskur í sparifötum með hvítlauksbrauði


Uppskrift fyrir 4

600 gr. Fiskur (auðvitað beinhreinsaður og flakaður hvað annað)
2 dl. Hrísgrjón
2 dl. Súrmjólk
4 msk. Majones (létt eða þungt breytir engu)
2 tsk. karrý
salt
100 gr. nýjir eða niðursoðnir sveppir
ostur rifinn eða í sneiðum

Maður byrjar á að sjóða hrísgrjónin bara svona eftir leiðbeiningunum á pakkanum eða bara einsog þú sýður alltaf hrísgrjón það kunna nú allir að sjóða hrísgrjón er það ekki?
Annars finnst mér líka gott að nota afgangs hrísgrjónin sem að voru með kínamatnum sem ég mögulega panntaði í gær... (verst að það er enginn spennandi kínastaður á Akureyri lengur svo ég verð bara að sjá um að sjóða þau sjálf... en hvað um það áfram með uppskriftina)
Maður tekur svo hrísgrjónin öll og setur þau í smurt fallegt eldfast mót (mjög mikilvægt að það sé fallegt ég meina kannski kemur forsetinn óboðinn í mat og þá viltu nú ekki vera að bera matinn fram í ljótu fati) dreifir vel úr þeim á botninn

Þetta er t.d. ekkert sérlega fallegt fat og sem betur fer kom forsetinn ekki í mat í dag!!!


Næst hrærir maður saman súrmjólkinni majonesinu, karrýinum (beygir maður það svona... hmmm það má guð vita) og dass af salti. 


Passa að hræra rosa vel svo ekki komi kekkir (auðvitað lang best að nota handþeytarann bara jaa eða hrærivélina ef maður er að elda fyrir 30 mans svona til að maður verði ekki þreyttur í hendinni ekki viljum við hafa fólk handlama eftir eldamenskuna...)




Skerð svo fiskinn í bita 


og annað hvort hrúgar honum á hrísgrjónin eða raðar honum fallega fer eftir því hversu ferkantaður þú ert hvor aðferðin henntar þér betur, minn fiskur er alltaf rosalega fallega raðaður enda er ég með fullkomnunaráráttu á virkilega háu stigi! 



þegar þið hafið hrúgað eða raðað fisknum yfir hrísgrjónin stráið þið salti yfir, sneiðið sveppina og dreifið þeim síðan yfir fiskinn (mér finnst samt alltaf miklu betra að svona einsog eitt box af sveppum og steikja þá fyrst uppúr smjöri og salti og dreifa/raða þeim svo yfir fiskinn en það verður bara hver að meta það sjálfur).



Að lokum hellir maður sósunni yfir öll herlegheitin varlega svo að uppröðuninn fari ekki í rugl ef þið röðuðuð (vó hvað eru mörg "ð" í þessu) ef þið bara hrúguðuð öllu draslinu í fatið þá bara sullið þið sósunni yfir líka!!!



Skutlið þessu svo inní ofninn sem er svona 200°c í svona 30-40 mín


Skutlið svo ostinum  yfir réttinn 


og bakið áfram þar til osturnn hefur fengið lit (ég svissa alltaf þarna yfir á grill og blástur til að osturinn verði svona pínu krönsí


og svo rúsínan í pylsuendanum þá toppum við þetta með ljúfengum hvítlauksbrauði


Það tekur svona ca. 10-15 mín að græja þennan rétt, svo hann er snilld fyrir fólk sem að hefur lítinn tíma til að hanga í eldhúsinu yfir einhverjum brjálæðislega flóknum uppskriftum sjálf geri ég alltaf 3 falda uppskrift í einu og set í 2 aukaform og í frysti þanngi að ég eigi tilbúinn rétt næst þegar ég hef ekki tíma til að elda þá get ég bara skutlað honum beint í ofninn!

Njótið vel!

Grasekkjan sem nennir ekki flóknum réttum kveður að sinni!

snap: sifhannar


þriðjudagur, 4. apríl 2017

Hugmyndir fyrir Brúðkaupið

Ég hef ofsalega gaman að því að gera veislur svoltið að mínum og það gerði ég klárlega við brúðkaupið mitt enda engin veisla betri til að hafa algjörlega eftir sínu höfði en sitt eigið brúðkaup, ég líka gerði svoltið mikið allt sjálf og langar til að deila smá af því með ykkur

Ég velti því mikið fyrir mér hvernig ég ætti að merkja borðin því mig langaði til að hafa þau skemtilega merkt og þannig að gestir myndu fá smá fróðleik og sögur um okkur brúðhjónin í leiðinni!
Eftir miklar pælingar ákvað ég að notast við heimilin sem við hefðum búið á og skrifa smá sögu af hverju heimili fyrir sig.
Ég fann svo þessa fínu ramma í IKEA til að setja merkingarnar í


Ótrúlega einfallt og fallegt

Þar sem að ég drekk einungis hvítvín og eiginmaðurinn eingungis rauðvín ákvað ég að taka og breyta vínflöskunum örlítið líka og gera þær að okkar rauðvínið varð að Siggavíni, hvítvínið að Katrínarvíni og bjórinn okkar beggja


Ég lagaði svo aðeins til innihaldslýsingarnar líka


innihaldslýsing: lýsti okkur
Neysla þessa drykkjar getur valdið eftirfarandi aukaverkunum: um okkur og hlutir sem við höfðum gert gáfulegir og ógáfulegir meira samt svona ógáfulegir!
Of mikil neysla getur valdið því að: þarna setti ég inn vitlausa hluti sem við höfðum gert á djamminu eða í glasi.
Hér er til dæmis það sem var aftan á hvítvíninu:


Svo gerði ég alskonar svona spjöld til að setja á borðin þannig að það myndi pottþétt engum leiðast í brúðkaupinu mínu ef það yrði einhver bið eða honum finndist sessunauturinn ekki nógu skemmtilegur þá gæti hann drekkt sér í alskyns lestri og verkefnum hahaha...


"Kissing menu" alveg ótrúlegt hvað fólk er til í að leggja á sig til að fá að sjá brúðhjónin kyssast en þetta gerði það mjög skemmtilegt og fengum við mikið af skemmtilegum sögum bröndurum og fjöldasöng


Ég bjó svo til nokkrar spurningar, til að borðin gæti leyst úr saman og skilað inn til að fá koss frá okkur brúðhjónunum og nokkrar staðhæfingar þar sem átti að svara rétt og rangt


Svo að lokum sætismerkingarnar, en þær setti ég á langan miða og voru skemmtanastjórarnir með heftara svo fólk gæti heftað hann saman í hring utan um fótinn á glasinu sínu og þannig voru allir komnir með merkt glös!


Vonandi nýtist þetta einhverjum ;)

Adios amigos

. : Sif : .

snapp @sifhannar