þriðjudagur, 21. nóvember 2017

Það sem mig dreymir um að geta en margir aðrir taka sem sjálfsögðum hlut!

Einsog kom fram í síðasta bloggi þá er ég bakveik og með hina brjálæðislega “skemmtilegu” vefjagigti í bland við það.
Þessi “skemmtilega” blanda hefur gert það að verkum að ég get ekki gert allt sem að mig langar til, þannig að í staðinn læt ég mér dreyma um það að geta einhver tíman aftur gert þessa hluti. Þetta eru allt hlutir sem að flestir taka sem sjálfsögðum hlut og jafnvel bölva!

Mig dreymir um…

…að geta unnið 18 tíma vinnudag, einhverja svona akkorðsvinnu, komst í löndun eða að þjóna á jólahlaðborði eða einhverja svona vinnu þar sem að maður verður alveg uppgefinn eftir, fá þessa tilfinningu sem maður fær eftir langan vinnudag þegar maður er svo uppgefinn á líkama og sál og svo þreyttur, veit ekki hvernig ég á að lýsa henni en ég man bara hvað mér fannst alltaf dásamlegt að koma heim. þó það væri ekki nema bara 9-15 vinna. 
Áður en ég neyddist til að hætta vinna var ég alltaf í vinnunni og oftast í tveim vinnum kom fyrir að ég bætti þeirri þriðju við, ég elskaði það að vinna og að vinna mikið, mögulega var ég vinnualki og er líklegast en inní mér. 

…að geta leikið og djöflast með börnunum mínum. Farið í eltingaleiki, spilað fótbolta (þó ég kunni ekkert fyrir mér í boltaíþróttum) hoppað á trampolínunu með þeim. Farið í langa hjólatúra… Hanga í Jólasveinabrekkunni og renna mér á sleða og þotu með krökkunum. en ekki horfa bara á. Eignilega bara að geta látið einsog barn og notið þess að leika mér með þessum dásamlega skemmtilgu börnum sem ég í stað þess að vera siðgæðisvörðurinn á hliðarlínunni!

…að geta farið í fjallgöngur með krökkunum mínum, labbað að öllum þessum ótrúlega flottu stöðum á Íslandi sem eru ekki alveg ofan í þjóðveginum eða hægt að keyra að! 

…að geta tekið húsið í nefið á einum degi og þrifið allt hátt og lágt

…að þurfa ekki að biðja um hjálp við að setja upp hillur, myndir og annað á heimilinu því að ég hef ekki hendur í það sjálf lengur

…að geta gert allt bara sjálf og þurfa sjaldnast að biðja um hjáp við hlutina!

Nei ég læt mér ekki dreyma um að vinna í Lottó (þó það væri vissulega ekkert slæmt svosem) eða risa einbýlishús eða sumarhús erlendis eða eitthvað í þá áttina…
Mínir stærstu draumar eru um hluti sem felstum þykja sjálfsagðir og  gleyma oft að vera þakklátir fyrir og njóta þeirra, njóta þess að leika og fíflast með börnunum sínum því þau stækka alltof hratt og það er svo alltof stuttur tíminn sem maður fær til að bara vera að leika sér og fíflast með þeim áður en það hættir að vera spennandi að hafa einhverja mömmu með sér í leikjunum ja eða pabba (ég bara er ekki pabbi heldur mamma þessvagna segi ég mamma hahha).
Nei mig dreymir ekki um að verða verkjalaus því ég veit að það er eitthvað sem að eru litlar líkur á að gerist en að bara fá einn dag eða tvo þar sem ég get gert það sem mig dettur í hug án þess að þurfa hugsa um hvað það gæti hafti í för með sér, án þess að þurfa að hugsa “get ég rennt mér eina tvær ferðir með krökkunum núna” þar sem að til að ég geti gert það þarf ég að vita að á morgun þurfi ég ekki að gera neitt og mögulega hinn daginn líka til að jafna mig eftir þessar eina tvær ferðir með krökkunum á sleðanum.

Held að mig hafi bara langað til að minna fólk á að njóta þess sem það hefur og að gefa sér tíma til að asnast með börnunum í dag því það getur vel verið að það verði tekið af þér á morgun. Það veit enginn hvernig eða hvað gerist á morgun. Þannig ef þú ert ekki að gera neitt sérstakt og börnin koma og biðja þig um að fara eitthvað út að gera eitthvað drífu þig þá þó þú nennir ekki, leifðu barninu innra með þér að fá að njóta sín. Þetta eru minningar sem aldrei gleymast.
Njóttu dagsins í dag þar sem þú gætir lent í því að eiga þér bara draum um að geta gert það sem þú gast gert í gær en gerðir ekki því þú einfaldlega nenntir ekki að standa uppúr sófanum.

Leyfðu mér að öfunda þig af því sem þú ert að gera en ekki því sem þú getur gert en gerir ekki.


kv. Grasekkjan

Engin ummæli:

Skrifa ummæli