miðvikudagur, 18. október 2017

Fimm heillaráð!!

. : 1 : .
Para saman sokka

Lífið er of stutt til að para saman sokka
Ef þið eigið ekki barn einsog ég sem að er með fullkomnunaráráttu á háu stigi mæli ég sterklega með því að hafa bara svona sokkahauga og leyfa börnunum að velja sér tvo mismunandi sokka til að vera í, þetta gekk vel á þessu heimili þar til miðbarnið hætti að höndla það að vera í ósamstæðum sokkum oooo the good old days!!!


. : 2 : .

Búa um rúmið þitt


Hver nennir að búa um á hverjum morgni? 
Það er algjör óþarfi og tímaeyðsla þar sem að það fer enginn inní herbergi til þín á milli þess sem þú býrð um og ferð að sofa svo eina sem að það gerir er að þú þarft að taka teppið af rúminu áður en þú ferð aftur að sofa. 
Miklu betra að geta hent sér bara beint uppí rúm þegar maður er að fara uppí rúm að sofa örmagna eftir daginn


. : 3 : .
Laga til í húsinu

Ekki eyða of miklum tíma í að vera alltaf að laga til njóttu þess frekar að eyða tíma með börnunum það mun hvort sem er enginn muna eftir draslinu í framtíðinni heldur munu börnin muna eftir öllu því skemmtilega sem að þú gerðir með þeim!
Auk þess sem að laga til með 2 börn eða fleiri er álíka gáfulegt og moka snjó í stórhríð það hreinlega þjónar engum tilgangi!!!


. : 4 : . 
Horfa og borða

Eftir erfiðan og strembinn dag. Svona þegar þú ert byrjuð/aður að telja niður mínúturnar í að börnin fari að sofa klukkan 17, þá mæli ég sterklega með því að henta skyri, grjónagraut í dollu í börnin eða hreinlega stinga uppá að hafa morgunmat í kvöldmatinn og svo þegar börnin eru sofnuð að þá annað hvort ef þú átt einhverja orku eftir elda eitthvað ofur djúsí handa þér eða ef öll orka er búin að panta þér eitthvað alveg ofboðslega gott. Finna þér svo góðan þátt eða mynd og koma þér vel fyrir í sófanum og horfa á meðan þú borðar djúsí matinn þinn... þetta er öllum foreldrum lífsnauðsynlegt og hleður batterýin á núll einni og þú ert klár í slaginn fyrir næsta dag!!

. : 5 : .
Þetta reddast allt
Ekki velta þér of mikið uppúr neikvæðu hlutunum, þetta reddast. Miklu betra að vera bara jákvæður og finna það jákvæða við allt í lífinu. Þetta reddast það sem ekki drepur þig styrkir þig!


Kveðja Grasekkjan


Engin ummæli:

Skrifa ummæli