Ég er ekkert rosalega mikið fyrir að tjá mig um mitt líkamlega ástand, þar sem að það eiginlega bara skiptir ekki nokkurn mann einhverju máli. En ofsalega sem að ég er orðin þreytt á fólki sem að gargar á eftir mér þegar ég legg bílnum mínum í P-merkt stæði! Eða bíður eftir að ég komi út úr búðinni til að spyrja mig hvað sé að mér!!
En þannig er að þegar ég var 17 ára gömul lenti ég í árekstri og tognaði rosaleg illa á baki. Þar sem að ég var ung og hraust og kvartaði sjaldnast þá var lítið sem ekkert gert til að vinna þessa tognun til baka það var bara troðið í mig verkjatöflum og sagt mér að hvíla mig!!!
En því miður þá er bara ekkert nóg að henda alltaf einhverjum töflum í fólk og segja svo bara bless bless...
Nei bakið mitt fór alltaf meira og meira versnandi og þegar ég var orðin tvítug var ástandið orðið það slæmt að ég neyddist til að hætta vinna þar sem að ég var orðin meira og minna rúmliggjandi af álaginu.
Þrátt fyrir að ég hafi valsað á milli lækna í leit að einhverju til að hjálpa mér, til að finna út afhverju ekkert lagaðist heldur bara versnaði meira. En mér ýmist sagt að það væri ekkert að mér þetta væri bara hrein og tær ímyndun eða ég væri svo ung þrátt fyrir að ég kæmi labbandi inn til læknisins eins og spítukall með tárin í augunum af verkjum. Nei nei þetta er bara ímyndun í þér stelpa þú ert svo ung afhverju ætti eitthvað að vera að þér!!!!
Málið er að allar sinar sem eiga að styðja við hrygginn eru svo teygðar og togaðar að þær gera ekkert gagn lengur, hvað vöðvana varðar þá er það heilmikið álag og rugl fyrir þá að ganga í nokkur ár í stanslausri vörn og vitleysu þar sem að ég var svo verkjuð að ég reyndi að hlífa mér fyrir verkjunum sem orsakaði það að vöðvarnir voru ekki að vinna rétt og vita þar að leiðandi ekki sitt hlutverk lengur og það eru engin vöðvapör sem vinna saman lengur svo vöðvarnir eiginlega bara togast á og þar að leiðandi má ekkert koma uppá því þá toga vöðvarnir vitlaust í hrygginn sem orsaka alveg heiftarlega verki.
Ég veit ekkert hvort þetta sé eitthvað skiljanlegt hjá mér en einn læknir sem að ég fór til, (sem að var fyrsti læknirinn til að segja mér hver staðan væri orðinn og sá það um leið og ég labbaði inn að eitthvað var að mig langaði hreinlega til að stökkva í fangið á honum og kyssa hann bara fyrir það að hann skyldi hafa sagt að það væri eitthvað að mér), en hann lýsti bakinu á mér þannig að þetta væri svona eins og ein stór gúmmíteygjuflækja og maður ætti að reyna að taka eina teygju úr flækjunni þannig myndi bakið á mér starfa núna!
Hvað um það skiptir ekki máli allavegana bakið er handónýtt og stanslaust verkjað en við nennum ekkert að kippa okkur upp við það. Ég er allavegana löngu hætt því svona er þetta bara og ég nenni ekkert að vera væla yfir því það er ekkert hægt að gera til að breyta þessu.
Ég var svo sem farin að læra hvernig ég og bakið gætum lifað í sátt og samlyndi saman. Ég hafði farið í svona bakskóla þar sem að ég lærði fullt af sniðugum trixum.
Nema hvað það er náttúrulega aldrei nein rosaleg lognmolla í kringum mig þannig að þegar ég var nýlega búin að eiga yngri strákinn minn þá keyrir strætó aftan á mig og í kjölfar af þeim árekstri þá fæ ég vefjagigt sem er víst rosalega algengt að gerist ef þú ert með einhver fyrri meiðsl að þá ef þú lendir í einhverju slæmu höggi (svona eins og og að fá heilan strætó aftan á þig) þá fær maður oftast nær vefjagigt í kaupbæti.
Ég fékk þessa vefjagigt þó ekkert greinda neitt auðveldlega nei ég fékk að valsa á milli lækna og fá að heyra enn og aftur að ekkert væri að mér þrátt fyrir að vinstri hliðin á mér dofnaði alltaf upp ef það var mikið álag á mér. Ég missti vinstrifótinn oft undan mér bara svona af því bara neinei þetta var allt bara alveg hið eðlilegasta mál. Það vantar virkilega einn svona lækni hérna sem að lætur sér mál sjúklingana varða einn svona dr. House sem hættir ekki fyrr en niðurstaða finnst. Ég hef bara einu sinni hitt þannig lækni og er það læknirinn sem að sagði mér hversu illa farið bakið á mér væri orðið eftir margra ára verkjavesen og hef ég farið til þeirra all margra.
Það endaði með því að ég settist niður fyrir framan tölvuna og las mér til um ótal sjúkdóma og einkenni þeirra og skipaði lækninum mínum að láta skoða hitt og þetta hún var orðin frekar þreytt á mér og þegar ég bað hana um beiðni til gigtarlæknis benti hún mér á lækni fyrir sunnan sem að þyrfti ekki beiðni til.. já læknirinn minn vildi ekki taka þátt í þessari leit minni af svörum með mér lengur.
Til þessa læknis fór ég og viti menn loksins loksins fékk ég svör við öllum þessum nýju einkennum sem ég var komin með eftir áreksturinn sem að ég gat engan vegin fundið út afhverju kæmu eða hvers vegna. Þannig að allt sem ég var búin að læra til að ég og bakið gátum lifað í sátt og samlyndi var úr sögunni þar sem að þegar þú bætir vefjagigtinni við þá getur maður aldrei vitað hverju maður á að búast við eða hvað geti kveikt á öllu verkjadótinu þar sem að það getur verið stundum bara nóg að það sé að koma kuldalægð og allt fer í fokk!
Þetta átti nú ekki að vera svona rosaleg ritgerð um hvað væri eiginlega að mér en jæja þetta er svo sem ástæðan fyrir því að ég legg í P-merkt stæði og er með P-merki í bílnum mínum og ég legg alltaf í þessi stæði þó það sé "góður" dagur og ég geti mögulega kannski labbaði lengra, en ég veit líka að ég get ekki komið innkaupapokunum útí bíl ef hann er ekki beint fyrir utan búðina. Ég veit líka að mögulega gæti einhver rekist utan í mig og það valdið því að ég rétt lifi það af að koma mér útí bíl aftur og ég veit líka að ef mér skrikar fótur, misstíg mig eða eitthvað þá er dagurinn hættur að vera "góður" og jú það er ekkert einfalt að fá samþykkt að vera með þessi skilti. Það þarf að uppfylla alls konar skilyrði og það geri ég þó það sjáist ekki utan á mér og ég sé ekki alltaf talandi um það!
Ég veit fátt leiðinlegra en að tala um hvað ég sé ónýt, mér finnst miklu léttara að hafa það bara þarna einhversstaðar aftast í hausnum á mér og lifa bara mínu lífi og ekkert að vera auglýsa það hvað sé að mér og hvað ég get og geti ekki!
Ég er líka nokkuð viss um að það séu fáir sem að fylgjast með snappinu hjá mér sem að hafa nokkurn grun um að þetta sé staðan hjá mér, enda eins og ég segi ég er ekkert fyrir það að auglýsa hversu mikill “aumingi” ég sé líkamlega enda efast ég um að ég myndi halda mörgum fylgjendum ef ég væri stanslaust vælandi yfir því hvað ég sé verkjuð og eigi erfitt með hitt og þetta! Það líka hjálpar mér miklu meira að vera ekki með hugann við þetta ástand heldur veit undirmeðvitundin orðið hvernig ég á að bera mig og hreyfa mig til að halda líkamanum í þokkalega góðu ástandi og ég get einbeitt mér að því að gera hluti sem ég nýt þess að gera þrátt fyrir að vera alltaf verkjuð þá er það bara það líf sem ég þekki þar sem að þetta er búið að vera mitt líf í 13 ár!
Það má segja að ég sé í Pollyönnu leik alla daga alltaf!
Ég er svo þakklát fyrir að vera með þetta blessaða P-merki mitt því það munar svo ofsalega miklu fyrir mig ég kvíð því ekki lengur að þurfa að fara út í búð eða erindast því ég þarf ekki að hringsóla á bílastæðunum í lengri tíma að vonast til að finna stæði sem næst innganginum eða enda á því að þurfa að leggja einhversstaðar lengst í burtu!
Það sem að mér finnst verst við þetta P-merki er það sem fólk leyfir sér að segja við mig! Ég hef lent í því oftar en einu sinni og oftar en tvisvar og bara frekar oft að það hafi verið gargað í áttina til mín þegar ég er að fara til dæmis á Glerártorg eða í sund með börninu mín "ERT ÞÚ FÖTLUÐ" þetta er komment sem að ég væri alveg til í að börnin mín þyrftu ekki að heyra og það fer ofsalega fyrir brjóstið á þeim þegar einhver er að gala svona að mömmu þeirra í óhreytisttón (já það er orð), af hverju í ósköpunum þarf fólk að vera gala svona, ég er með merki í bílnum sem gefur til kynna að ég megi leggja þarna. Auk þess sem ég lendi oft í því að fólk labbi upp að mér og spyrji "HVAÐ ER AÐ ÞÉR" ég á ekki að þurfa að vera útlista það hvað sé að mér og af hverju ég leggi í þetta stæði ef maður er með merki í bílnum á það bara að vera nóg fyrir fólk að sjá það. "ÞÚ ERT SKO AÐ LEGGJA Í FATLAÐ STÆÐI" já ég veit það ég er líka með svona merki sem segir að ég megi það "AFHVERJU? HVERJUM BORGAÐIR ÞÚ FYRIR ÞAÐ? ÉG GET EKKI SÉÐ AÐ ÞAÐ SÉ NEITT AÐ ÞÉR" nei vissulega sést það ekki alltaf utan á fólki að eitthvað ami að þeim og að þau séu með einhverja hreyfihömlun!! Það eru ekki allir sem að eru með P-merki í hjólastól eða með sýnilega fötlun myndi fólk einhvertíman láta sér detta það í hug að segja þetta við mig ef ég væri gömul kona þó ég myndi koma valhoppandi út úr bílnum? NEI!
Gamla fólkið er reyndar oft hvað verst hvað varðar svona komment einu sinni var ég að fara í bankann og lagði í P-stæðið fyrir utan hann þegar ég kom út aftur stóð gömul nöldur kerling (G) fyrir utan bílinn minn og beið eftir mér, hún var meira að segja svo óforskömmuð að hún var búin að leggja sínum bíl fyrir aftan minn svo ég kæmist nú alveg örugglega ekki leiðar minnar, þegar ég kom út spyr hún:
G: hvað er að þér?
Ég: uuu ekkert (gat ekki séð að eitthvað væri að mér ég var bara að koma úr bankanum)
G: af hverju leggur þú þá hér
Ég: af því að ég er með svona merki sem segir að ég hafi rétt á því
G: af hverju ertu með svona merki
Ég: ekki að það komi þér neitt við en þá á ég erfitt með að labba lengri vegalengdir
G: af hverju hvað er að þér?
Ég: ja ef þú þarft endilega að vita það þá er ég bakveik og með vefjagigt og þarf því að leggja sem næst bankanum
G: já ég er sko gömul og ætlaði að leggja í þetta stæði því ég má það!!!
Ég: (leit í kringum mig og sá að hitt stæðið var laust) af hverju getur ekki lagt í þetta stæði það er líka P-merkt þar sem að klárlega var þetta stæði upptekið
G: af því að ég vildi leggja í þetta stæði og sá að það væri ekkert að þér þegar þú labbaðir út úr bílnum, þú ert bara ótrúlega frek og ert að nýta þér að leggja hérna af því það er þægilegt fyrir þig
Ég: þú fyrirgefur en ég get ekki séð að það sé mikið að þér heldur ef þú vildir nú vera svo væn að færa bílinn þinn svo ég geti komist að sækja barnið mitt í leikskólann
G: nei bíllinn verður þarna á meðan ég er inni í bankanum því ég ætlaði að leggja í þetta stæði, en þú varst fyrir af því að þú ert að springa úr frekju og vilt bara fá bestu stæðin!!!!
Svo strunsaði kerlingarbeyglan inn í bankann!
Ég veit ekki alveg hvor okkar var frek en ég er nokkuð viss um að það var ekki ég þar sem að þessi blessaða nöldrandi kerling hefði alveg getað lagt í hitt stæðið og látið mig í friði, en nei hún vildi þetta stæði alveg sama þó það væri upptekið og P-merki í bílnum þar sem að hún sá mig sko labba inn í bankann og það var ekkert að mér! Það skipti hana engu máli þó ég sýndi henni að ég væri titluð fyrir merkinu hún klárlega vissi betur en læknirinn sem að skrifaði uppá það fyrir mig, hún vissi það sko að það væri ekkert að mér bara af því hún sá mig labba inn í bankann!!! hvað er að fólki??
Ég hef oft lent í því að það bíði manneskja við bílinn minn sem lagður er í P-stæði með P-merki og vilji fá útskýringar á því af hverju bíllinn minn sé þarna!!!
Elsku fólk áður en þið farið að rífa kjaft við einhvern sem leggur í P-merkt stæði byrjið á því að athuga hvort það sé merki í bílnum ef það er merki labbið í burtu og látið viðkomandi í friði ég er nokkuð viss um að ég tali fyrir alla sem eru með svona merki að það er alveg nóg að þurfa að vera með merkið til að þurfa ekki líka að vera réttlæta það fyrir Pétri og Páli af hverju þú sért með P-merki það er ekki einfalt að eignast þetta plastdrasl til að hafa í bílnum þínum, þú þarft að sýna fram á að þetta sé þarfaþing fyrir þig.
Það er nógu andskoti erfitt að þurfa að sækja um þetta P-merki og fara í gegnum allar þær hindranir sem að maður þarf að fara í gegnum til að fá það. Til að þurfa ekki líka að vera stanslaust að svara fyrir það og réttlæta af hverju þú sért með það!
Í guðanna bænum látið fólk vera sem að leggur í þessi stæði og er með merki í bílnum sínum sama hvernig það lítur út eða labbar!
Vissulega er í lagi að spyrja fólk vingjarnlega “ertu með svona P-merki?” þar sem að vissulega er gott að vita að fólk passi uppá þessi stæði fyrir þá sem þurfa þau og ef viðkomandi svarar já þá má bara láta þar við sitja það þarf ekki að bæta við eins og margir gera “ó oki æ bara því það lítur ekki út eins og það sé eitthvað að þér” eða “æi maður fer bara að velta því fyrir sér þegar ung og hress stelpa kemur svo út úr bílnum” þetta eru verulega leiðinleg og algjörlega tilgangslaus komment!
Takk og bless
Grasekkjan með P-merkið