Núna eru
alltaf að koma nýjir og nýjir listar inná netið sem heita „ef þú ert með adhd
þá kannastu við þetta“ ég hef rennt yfir
alla þessa lista og kannast oftar en ekki við megnið af þeim hlutum sem eru
listaðir þar upp en ég held að ástæðan sé ekki sú að ég sé með adhd (ég er
kannski með vott af því eða svo vill sumt fólk meina) heldur sú að ég er mest
megnis ein með 3 börn þar sem að maðurinn minn er mikið úti á sjó, tvo stráka 7 og 5 ára og síðan eina stelpu sem
að er að verða 6 mánaða. Þar af leiðandi þarf ég að huga að mörgu ef ég gæti
fengið frið til að gera allt sem ég þyrfti þá myndi ég líklegast geta rúllað
þessu öllu upp einn tveir og bingó en nei svo gott er það ekki, miðjan mín er
líka mjög virk og er oftar en ekki klifrandi uppá öllu uppá inréttingum,
húsgöngum og dyrakömrum. Hann vaknar yfirleitt um 6 á morgnana og byrjar þá
fjörið hann hleypur alltaf um húsið held ég hafi sjaldan séð hann labba um
húsið, svo þarf að ræsa elsta gaurinn til að hann geti farið í skólan og þá
þarf að græja morgunmatinn og smyrja nesti til að taka með í skólan og
einhvertíman í öllu því stússi vaknar litla skvísan og þá þarf að hlaupa til og
sækja hana skipta á henni og gefa henni pela, og já ég var að smyrja nesti...
það eru íþróttir í dag hvar eru íþróttafötin hans hlaupa og sækja þau og koma
þeim ofan í tösku, já hvernig var með nestið sem ég var að smyrja klára að
smyrja nestið reka síðan á eftir stráknum að koma sér á stað í skólan, síðan
þarf að fara koma hinum tveim í föt og græja miðjuna fyrir leikskólan og drifa
svo skvínuna í vagninn og labba uppá leikskóla með gaurinn. Labba síðan heim
aftur og henda í þvottavél og reyna að koma sem mestu í verk meðan enginn er
heima og litla daman sefur útí í vagni, rétt fyrir 12 vaknar hún aftur og þarf
þá að gefa henni að borða leika aðeins með henni áður en hún fer aftur útí vagn
að sofa og þá kemur elsti gaurinn heim, þá byrjar heimalærdómsbardaginn sem
tekur mis langan tíma og mis mikið á taugarnar, svo þarf að drífa hann á stað á
þær æfingar sem eru þann daginn og skokka af stað að sækja miðjuna í leikskólan
fara í búðina og kaupa það nauðsynlegasta sem þarf fyrir kvöldmatinn, labba
heim og um það leiti vaknar litla skvísan og þá þarf að fara að gefa henni
pelan sinn og græja kvöldmatinn milli þess sem ég reyni að hlaupa í eitthvað af
heimilisstörfunum og minna miðjuna á að það eigi ekki að klifra á húsgögnunum! Gefa
skvísunni að borða meðan maturinn mallar í ofninum kalla á restina af liðinu í
mat minna miðjuna á að það eigi að sitja við borðið meðan maturinn er borðaður
en ekki að hlaupa um allt húsið reyna að hlusta á sögur frá elsta garunum af
deginum hans milli þess sem ég pota einhverju uppí litla matargatið sem vill fá
að smakkka smá líka síðan þarf að ganga frá eftir matinn með dömuna á
handleggnum, koma elsta gaurnum og miðjunni í bað á meðan, reka þá svo uppúr
baðinu meðan ég skúra með handklæðum þar sem að baðið er á floti eftir þá segja
þeim að háta og tannbursta og bíð þeim góða nótt með kossi á ennið, skutla
dömunni í bað og nudda hana á eftir svo fær hún pela og inní rúm að sofa.
(getið ímyndað ykkur þennan dag með til heyrandi mömmu köllum, mamma má ég,
mamma ég er búinn, mamma má ég fá ís, mamma má ég fá sleift serios, mamma má ég
fá kex, mamma má ég fara út að leika, mamma má þessi gista, mamma mamma mamma
mamma mamma) hallelúja allir komnir inní rúm að sofa og sofnaðir um hálf níu þá
er spurning að fara að reyna að klára allt sem ég var byrjuð á yfir daginn!!!
Ég er löngu
hætt að nenna að reyna að fara snemma að sofa því það endar oftast svona:
er alveg að sofna þegar alltí einu man ég að ég hefði sett í þvottavél... ooo krapp fer fram og tek úr vélinni leggst aftur uppí rúm ný búin að koma mér vel fyrir... anskotin ég gleymdi að setja hjólin inn, dröslaðist framúr og redda því... skríð svo aftur uppí rúm eftir smá stund heyri èg gnauðið í vindinum og læti á pallinum helv rólan að fjúka svo stekk frammúr og dríf mig út til að taka róluna niður kem inn alveg frosin skríð undir heita sængina og augun eru alveg að detta.... ooo átti eftir að gefa fiskunum er svo á leiðinni inni rúm þegar ég man að ég átti eftir að taka rúmstykki úr frystinum til að elsti gaurinn get farið með í nesti... svo þarf ég að pissa og já opna uppþvottavélina og og og og og og loksins löggst uppí rúm búin að öllu og anskotinn sjálfur er ekkert þreytt lengur svo ætli það sé ekki bara friendsgláp núna.....
er alveg að sofna þegar alltí einu man ég að ég hefði sett í þvottavél... ooo krapp fer fram og tek úr vélinni leggst aftur uppí rúm ný búin að koma mér vel fyrir... anskotin ég gleymdi að setja hjólin inn, dröslaðist framúr og redda því... skríð svo aftur uppí rúm eftir smá stund heyri èg gnauðið í vindinum og læti á pallinum helv rólan að fjúka svo stekk frammúr og dríf mig út til að taka róluna niður kem inn alveg frosin skríð undir heita sængina og augun eru alveg að detta.... ooo átti eftir að gefa fiskunum er svo á leiðinni inni rúm þegar ég man að ég átti eftir að taka rúmstykki úr frystinum til að elsti gaurinn get farið með í nesti... svo þarf ég að pissa og já opna uppþvottavélina og og og og og og loksins löggst uppí rúm búin að öllu og anskotinn sjálfur er ekkert þreytt lengur svo ætli það sé ekki bara friendsgláp núna.....
-Er mamman
sem sagði strákunum að drífa sig uppí rúm að tannbursta og inná bað að sofa!!
(Getið rétt ímyndað ykkur hvað þeir voru snöggir að hlíða þessu)
-Er mamman sem var að bakka útúr bílskúrnum og skrúfa upp rúðurna í leiði þegar hún snar stoppaði og skrúfaði rúðurnar niður aftur og andaði léttar því hún rétt slapp við að loka bílskúrshurðinni á bílinn!!
-Er mamman sem setti matarafgangana í vaskinn og diskana í ruslið!!
-Er mamman sem reyndi að setja bleyjuna öfuga á barnið og skildi ekkert hver anskotin var að bleyjunni!!
-Er mamman sem ætlaði að setja hjólið barnsins inní bílskúr en fann ekki bíllyklana!!
-Er mamman sem týndi náttbuxunum sínum en fann þær eftir smá leit þegar hún labbaði framhjá speigli
-Er mamman sem var að bakka útúr bílskúrnum og skrúfa upp rúðurna í leiði þegar hún snar stoppaði og skrúfaði rúðurnar niður aftur og andaði léttar því hún rétt slapp við að loka bílskúrshurðinni á bílinn!!
-Er mamman sem setti matarafgangana í vaskinn og diskana í ruslið!!
-Er mamman sem reyndi að setja bleyjuna öfuga á barnið og skildi ekkert hver anskotin var að bleyjunni!!
-Er mamman sem ætlaði að setja hjólið barnsins inní bílskúr en fann ekki bíllyklana!!
-Er mamman sem týndi náttbuxunum sínum en fann þær eftir smá leit þegar hún labbaði framhjá speigli
-Er mamman sem sýður vatn 5 sinnum niður áður en hún man eftir
að slökkva á hellunni þegar suðan kemur upp
-Er mamman sem fer í búðina til að kaupa einn hlut og kaupir
fullt af öðru drasli en gleymir að kaupa hlutinn og þarf því að stoppa í annari
búð á leiðinni heim til að kaupa hann
-Er mamman sem elskar að vera mamma þrátt fyrir að suma dagana geri það mann mjög svo vitlausan
svo já ég tengi við alla hluti sem að eru listaðir upp fyrir þá sem að eru með ADHD
-Er mamman sem elskar að vera mamma þrátt fyrir að suma dagana geri það mann mjög svo vitlausan
svo já ég tengi við alla hluti sem að eru listaðir upp fyrir þá sem að eru með ADHD
Kveðja Grasekkjan sem tekst á einhvern undraverðan hátt að gera
allt sem þarf að gera á heimilinu
p.s. kannski ég sé bara með adhd
p.s. kannski ég sé bara með adhd