þriðjudagur, 21. mars 2017

Rekum landið einsog móðir!!!

Það kannast allir, ja eða flestir við það þegar maður þarf að komast í gegnum „sparnaðar“ tímabilið þar sem þú þarft að passa uppá hverja einustu krónu, maður byrjar alltaf á því að skera mest allt niður hjá sjálfum sér og hluti sem að eru algjör óþarfi, og þegar það gengur ekki þá förum við að skera niður hlutina í kringum börnin okkar og pössum einsog við getum að taka bara smá og smá til að þau finni sem minnst fyrir því. Við höldum auðvitað eins fast og við getum í alla nauðsynlegu hlutina því án þeirra er erfitt að komast að. Auk þess sem við reynum að gera sem mest úr dögunum á sem ódýrastan hátt svo allir séu glaðir og ánægðir.

Ég hef velt því lengi fyrir mér afhverju ríkistjórnin geri þetta ekki, hugsi einsog það sé móðir þessa lands sem að þarf að finna leið til að koma öllu á rétt ról aftur þannig að allir munu hafa nóg í sig og á! Þau gætu til dæmis gert einsog við mæðurnar byrjað á að skera niður hjá sjálfum sér þar sem að við höfum ekkert að gera með að hafa 63 þingmenn á Alþingi að rífast um guð má vita hvað þeir koma hvort sem er engu í verk þarna og rífast bara allan daginn, ég meina þegar það er orðið alltof mikið af börnum hérna að leika við börnin mín þá er kominn tími á að senda einhverja til síns heima eða út að leika með þau þar sem að er stærra leisvæði fyrir þau! Þannig að það væri kannski ekki vitlaust að skera svoltið vel niður á alþingi og mögulega fækka bara um helming þingmanna, þar með værum við búin að spara hellingspening svo við tölum nú ekki um að taka kannski út eitthvað af þessum fríðindum sem þeir hafa svo sem bílana geta þeir ekki bara verið á sínum eigin bíl og fengið bensínpening einsog flestir aðrir sem þurfa að snattast í vinnunni og ef þessir bílar eru algjör nauðsyn er þá ekki hægt að kaupa einhverja ódýra, góða og eyðslulitla bíla frekar en 22 milljónkrónu bíl á haus, þannig að þarna værum við alveg komin með nokkrar millur í viðbót í sparnað, auk þess sem að þú þarft nú kannski ekki að fá aukalega borgað fyrir að vera í einhverjum nefndum á þingi þar sem að það jú fylgir oftast starfinu og þú sækir um að fara í ákveðna nefnd af því að þú villt hafa eitthvað meira um málið að segja. Þá erum við búin að skera niður hjá okkur allan óþarfa og vitleysu.
Þá er að sigta út allt það nauðsynlegasta og passa uppá það, hægt væri að taka allar þessar milljónir sem við spöruðum við að laga til hjá okkur (alþingi) og setja þær í mikilvægu hlutina, en hverjir eru mikilvægustu hlutirnir fyrir fólkið í landinu okkar það eru jú, leikskólar, grunnskólar, framhaldskólar og háskólar þar sem að þar elst þjóðin okkar upp og við viljum auðvitað að börnin okkar vaxi úr grasi og verði vel menntuð og hamingjusöm í skólanum, þannig það er mikilvægt að fá gott starfsfólk í skólana sem að fær laun í samræmi við það hversu mikilvæg vinnan þeirra er. Skólarnir þurfa líka að fá nægt fjármagn til að geta haft uppá nógu góða aðstöðu og verkfæri til að sinna sínu starfi.Einnig þurfum við sjúkrahúsin og heilsugæslurnar, þar sem að það er okkur mikilvægt að vita að ef eitthvað kemur uppá þá munum við fá toppþjónustu og getum treyst því að fólkið sem að tekur á móti okkur sé það besta sem að bíðst og veit uppá hár hvað það er að gera og er ekki undir alltof miklu álagi vegna aukavakta til að híbba upp launin sín! Það má nú reyndar alveg laga aðeins til í læknageiranum líka til dæmis að taka út aukabónusinn fyrir að skrifa vottorð fyrir sjúklinginn sem að er staddur hjá þeim þar sem að þetta er jú vinnan þeirra og því alveg út í hött að þeir fái aukalega borgað fyrir þetta, ég lenti nú í því einu sinni (já ég veit þetta er allt önnur saga en hvað um það) að ég þurfti að fá lokavottorð hjá heimilislækninum mínum mér minnir að svona vottorð kosti 40 þúsund, í þetta vottorð skrifaði læknirinn sögu mína frá slysi sem að ég lenti og hvað myndi hrjá mig í dag, ég hefði alveg getað skrifað þetta nákvæmlega sama vottorð fyrir mig og skilað inn þar sem að þetta var jú allt mín saga og ég þekki hana nú orðið býsna vel, nema þessi læknir sem að gerði þetta tiltekna vottorð var ný tekinn við af gamla heimilislækninum mínum og tókst að gera all nokkrar villur í vottorðið mitt sem var ekki alveg að virka svo ég hringdi til að biðja hann um að leiðrétta þessar villur sem hann gerði, læknirinn hringdi svo í mig þegar hann var búinn að leiðrétta villurnar og las fyrir mig vottorðið hvort að þetta væri allt orðið rétt hjá sér núna ég jánkaði því og þakkaði honum fyrir, læknirinn svarar þá „á ég að senda reikninginn fyrir þessum 20 mín sem tók mig að leiðrétta og laga vottorðið til lögfræðingsins eða beint á þig?“ ég sagði honum að ég ætlaði nú ekki að fara að borga honum fyrir að leiðrétta sínar eigin villur þar sem að það var jú hann sem að sagði ekki rétt frá hlutunum í vottorðinu og því gæti hann bara sent þennan reikning til sín“
En já aftur í tiltektina, ég meina ekki fá bifvélavirkjar aukalega greitt fyrir hvert balleseringarjárn sem þeir setja á felgur við dekkja skipti eða hvert sprungið dekk sem þeir laga þannig afhverju ættu læknar að fá aukalega greitt fyrir að skrifa vottorð fyrir Stínu sem að pantaði sér tíma og greiddi fyrir hann til að fá vottorð fyrir veikindum sínum síðasta mánuðinn og þarf svo að greiða einhvern 1000 kall eða svo fyrir að fá vottorðið í hendurnar, og þetta allt saman tók sirka 10 mín frá því að Stína labbaði inn til læknisins og þar til hún var komin út aftur með vottorðið sitt, allan þennan tíma tikkkaði dagvinnukaupið hjá lækninum nema hann gat verið ofsa glaður hann var kominn með fullt af aukapening fyrir þá heppni að Stína greyið varð lasin og þurfti vottorð fyrir því. En burt séð frá því þurfum við að borga læknunum okkar vel þó það væri svo sem í lagi að setja bara á þá dagvinnukaup, yfirvinnukaup og vaktaálg, má alveg sleppa þessu aukadæmi öllu þetta er bara vinnan þeirra og þeir vita það að læknar gera þetta allt saman þegar þeir fara í lækninn!!! Einnig þurfa hjúkkurnar okkar, slökkviliðið, sjúkraflutingamennirnir og lögreglumennirnir okkar öll að fá vel launað fyrir sín störf þar sem að þetta er allt fólkið sem að við treystum hvað mest á, hugsa að bankastjórinn sem að er með 5 milljónirnar á mánuði geti lítið hjálpað mér ef eitthvað bjátar á nema þá kannski neitað mér um lán því ég sé ekki með nógu miklar tekjur. Afhverju eru bankastjórar alltaf með svona há laun?
Já við þurfum að passa uppá að halda peningunum okkar í þessu allra nauðsynlegasta.
Ætli við fólkið í landinu séum þá ekki börnin, sem þarf að passa uppá passa að finni ekki of mikið fyrir breytingunum passa að við höfum nóg til að líða vel, því miður gleymir ríkistjórnin því alveg bara einsog með skattþrepin okkar það er alltof stutt á milli þeirra vini mínum til dæmist bauðst ný vinna, sem var betur borguð og þeirri vinnu fylgdi meira álag en gömlu vinnunni og hann getur séð fjölskylduna sína ögn minna. En hann var mjög spenntur fyrir nýju vinnunni þar sem að hún væri betur launuð en sú fyrri og því gæti hann og fjölskyldan haft það aðeins pínu betra en áður og leyft sér aðeins pínu meira en áður! Nema hvað þegar fyrsta útborgunin kom eftir að hann byrjaði í nýju vinnunni kom hnefahöggið, hann fékk bara nánast alveg sömu upphæð útborgað þar sem að hann hafði rétt slefað uppí næsta skattþrep á nýju laununum og því tekinn meiri skattur af honum og útkoman á útborguðum launum sú sama þannig að þarna var hann farinn að vinna meiri og erfiðari vinnu og hitti fjölskylduna sína minna fyrir hvað? EKKERT!! Þetta er náttúrulega bara rugl að manneskja sem að með rétt um 310000 útborgað sé komin uppí skattþrep númer 2 af þremur það sem þessi manneskja fær eftir skatt nægir ekki einu sinni fyrir neysluviðmiðinu miða við einstakling í Reykjavík, getur einhver sagt mér hvernig í óskupunum þetta dæmi getur gengið upp því ég get ómögulega fundið útúr því hvernig þessi einstaklingur á að fara að því að lifa af á launum sem duga ekki einu sinni fyrir því sem neysluviðmiðið segir að maður þurfi! Er það ekki orðið slæmt að maður sé kominn uppí skattþrep númer 2 án þess að hafa en efni á því að lifa. Held að stjórnmálamennirnir okkar þurfi alvarlega að laga til þarna og sjá hvort það sé ekki kominn tími á að passa „yngstu“ börnin sín betur (yngstu=lægst launuðu) þar sem að það er alveg klárt mál að þeir sem að eru með hæstu launin í landinu eru langt fyrir ofan 3 skattþrepið og væri því vel hægt að hækka það þar sem að til að komast í þriðja skattþrepið þarf maður bara að vera með 836500 krónur það væri nær að láta skattþrep 2 byrja þar þannig að maður fái nú eitthvað fyrir að koma sér í betur launaða vinnu sé ekki bara refsað strax fyrir að fá betri tekjur en þeir sem að eru með milljónirnar eru bara í sama þrepi og þeir sem að eru loksins byrjaðir að labba!
Já ég held að það sé löngu kominn tími til að að þingmenn fari að hugsa einsog mæður gera, spara hjá sjálfri sér, hlúa mest að yngstu börnunum sem að þurfa mesta hjálp, duglegar að hvetja börnin sín áfram til að ná sem lengst í lífinu, passa uppá að allt þetta nauðsynlegasta sé í sem bestu ástandi og eyða ekki peningunum í vitleysu nema þeir séu til! Eins þegar eitthvert barnana grætur eða líður illa þá huggum við það og reynum að finna leið til að hjálpa því að laga það sem amar að! Hvort sem það er að þurfa breyta einhverju eða bara að sína því hvernig hlutirnir eru í raun og veru og hjálpa því að skilja betur stöðu sína.

Kv. Grasekkjan


P.s. ég ætla að taka það fram að það sem kemur hér fram er einungis mínar hugmyndir af hlutunum og einsog ég sé þá fyrir mér og hef heirt að þeir séu ég hef ekki lagst í neinar rosalegar rannsóknir við þennan pistil minn, þetta eru bara mínar vangaveltur um hvernig sé hægt að gera betur til að allir fái sem mest útúr lífinu ;)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli