miðvikudagur, 13. september 2017

Búðu til þína eigin dagbók!

Ég er alveg skelfilegt skipulags frík og þarf alltaf að hafa allt niðurskrifað og svona hálfgerða dagskrá fyrir alla daga... 
Ég var lengi búin að leita af hinni fullkomnu dagbók þegar ég datt inná síðuna hjá Agendio (ef þú klikkar á nafnið ættirðu að hoppa beint yfir á síðuna hjá þeim) þeir bjóða uppá allt og þá meina ég ALLT.
Maður getur hannað dagbókina sína eins og maður vill
Þú byrjar á að velja hvernig þú viljir hafa vikudagana í bókinni, hægt er að velja þær útgáfur sem sjást á myndunum hér fyrir neðan...



Eins og þið sjáið er hægt að velja allar mögulegar útfærslur, sem er kannski ekki alveg jafn gott ef þú ert með ákvörðunarfælni á háu stigi og fullkomnunaráráttu í ofanálagi eins og ég þar sem að ég skipti um skoðun á 5 mín fresti þar sem að mögulega væri þetta útlit betra eða hitt kannski frekar eða mögulega þetta þarna... Já ætli ég hafi ekki setið á þessari fyrstu síðu í góðan hálftíma að rökræða við sjálfa mig hvaða uppsetning myndi henta best fyrir mig!!!
En jæja þegar ég var loksins búin að ákveða hvernig ég vildi hafa uppsetninguna á dagbókinn var farið í næsta skref!


Þá getur valið hvaða stærð þú vilt af dagbók þetta var hugsanlega það eina sem að ég þurfti ekki að staldra lengi við því þarna hef ég mínar skoðanir á hversu stór dagbók eigi að vera, af því maður vill ekki hafa hana of stóra og fyrirferða mikla né of litla svo miðstærðinn varð klárlega fyrir valinu!!

Því næst þarf maður að velja hvernig maður vill hafa uppsetninguna á blaðsíðunum svo sem hvort þú viljir hafa klukkudálka svona til að skrá inn tíma eða mismunandi dálka með nöfnum og eiginlega bara allt sem hugurinn girnist í uppsetningu á dagbókum. Ég þarf eflaust ekkert að taka það fram að ég dvaldi frekar lengi á þessari síðu mæli með að ef þú ert með ákvörðunarfælni að þú gerir dagbókina þína þegar þú hefur miklu meira en nóg af tíma og ró og næði!!
Ég endaði á þessu hérna útliti...


En það er alveg haugurinn allur af valmöguleikum svo þið eiginlega verið bara að fikta ykkur pínu áfram þarna til að sjá hvað hentar ykkur best og ef þið hafið valið að vera með svona yfirlit yfir mánuðinn í byrjun hversmánaðar getið þið einnig valið um nokkrar uppsetningar á hvernig þið viljið hafa hann! Ég var sko ekkert að grínast þegar ég sagði að það væri allt mögulegt í þessu!!!
En ef þið eruð svo ekki alveg sátt við það sem þið völduð er hægt að breyta og bæta það seinna! (já ég gerði það sko svona nokkur þúsund sinnum)
En því næst komið þið á mjög einfalda síðu þar sem þarf að setja inn upplýsingar um hvaða mánuð dagbókin (já ég gat alveg rökrætt slatta við sjálfa mig um á hvaða mánuði hún ætti að byrja sagði ég ekki að þetta hefði verið einföld síðan?) á að byrja og hvar hún verði notuð og annað í þeim dúr það er bara "pís of keik"


Þegar hingað er komið eruð þið beðin um að gera Account til að komast lengra sem að er til að allt sem að þið gerið héðan í frá týnist ekki heldur vistar síðan það jafnóðum og þið gerið breytingarnar, sem er rosalega gott þegar maður á krakkagríslinga sem að hafa unun af því að trufla mann þegar maður er að dúlla sér við að gera dagbókina sína!!

Þegar þið hafið gert account þá eruð þið komin í öll díteilin sem hægt er að gera og alla valmöguleikana og breytingarnar sem hægt er að gera, til að breita síðunum í dagbókinni þá farið þið í "layout" og veljið þar annað hvort "daily" eða "monthly" og ef maður fer með músina yfir dálkana á dagbókarsíðunni þá litast sá partur sem þú getur breytt og maður einfaldlega klikkar bara á það sem að maður vill breyta og fær þá upp helling af valmöguleikum! 


 Svo er bara málið að fikta sig áfram og prufa allt. 
Þegar maður hefur valið eitthvað af valmöguleikunum sem koma þarna til vinstri þá getur maður valið nöfn á dálkana og hvort maður vilji hafa svona bullets, doppulínur og fleira einsog sjá má á þessari mynd hér fyrir neðan


Það breytist strax á dagbókarmyndinni til hliðar þegar þú ýtir á "update" þannig að þú getur séð hvernig þetta lítur út og getur þá breytt aftur ef þú ert ekki sátt við útlitið!

Það er svo hægt að velja lit á mánaðarhausinn í dagbókinni, hægt að hafa alla mánuði eins eða mislitaða einsog ég gerði, já ég mögulega dvaldi full lengi í þessum hluta að finna út hvaða litur hentaði hvaða mánuði best, já ég veit ég er pínu klikk! En ég meina það passar ekkert að hafa kalda liti yfir sumartíman skiljið þið!!!!


Það er einnig hægt að velja úr nokkrum leturgerðum sem er mjög heppilegt þegar það reynist til dæmis lesblindu mér erfiðara að lesa sum letur en önnur og svo er líka bara rosa gaman að geta verið með eitthvað alveg mega töff (er það ekki svona sem unglingarnir myndu segja þetta? nei ég veit það ekki svo langt síðan ég var unglingur, þetta var mögulega svona lúðaleg tilraun til að vera töff en mögulega gaf en meira í ljós að ég er mamman sem að veit ekkert hvað er inní dag... en það er annað mál)
En hér eru nokkrar af leturgerðunum sem hægt er að velja um...

Við skulum ekkert ræða það hvað þetta var erfitt val fyrir mig...

Til að gera þetta en skemmtilegra og meira dund þá er líka hægt setja inn alla afmælisdag og viðburði sem þig listir (var ég ekki örugglega búin að segja að þú ættir að passa að þú hefðir nægan tíman áður en þú legðir á stað í dagbókarbúitilingu handa þér?)


Auk þess sem að það er hægt að finna þarna alla helgidagana á íslandi eða allavegana flesta ef maður fer inní "holidays". Já það er hægt að dvelja mjög lengi í þessum hluta við að setja inn allt og alskonar!


Í "extra pages" er hægt að bæta við fullt af alskonar fremst og aftast í bókina held það sé bara best að henda inn en einni mynd til að sýna hvaða valmöguleikar leynast þar!



Einsog þið eflaust sjáið er hægt að vera með símaskrá svona einsog maður var alltaf með í gamladaga, nótnablaðsíður eða svona til að gera nótur á veit ekkert hvað það heitir og æi bara fullt fullt af öllu verðið eiginlega bara að skoða þetta lið fyrir lið sjálf þar sem að ég yrði í allan dag að útlista hvað leynist í þessum valmöguleikum... ég veit að það var að koma núna svona nýtt kennarablað þarna inn þar sem að hægt er að setja inn fyrir yfirferð verkefna hjá nemendum sínum og eitthvað svona alveg rosalega mikið sniðugt og það besta er að þú getur bara valið hvað þú vilt margar blaðsíður af hverju og ef þú hefur unun af að teikna á svona punktablöð og eitthvað þá getur skellt bara góðum slatta af því í dagbókina þína!!!

Í "tabs" getur valið um að setja svona tabs (man ekkert hvað þetta heitir á íslensku, myndin hér að neðan hlítur að segja allt sem segja þarf) með mánuðunum og svo einhverju tvennu sem þú velur sjálfur ef þú ert til dæmis með fullt af aukablaðsíðum getur merkt þær sérstaklega 


í "cover" þá er maður bara að velja hvernig maður vilji láta bókina vera að utan, segir sig svona pínu sjálft en þar er auðvitað en og aftur fullt af alskonar útlitum jájá fullt af alskonar alsstaðar!!!

Og svo er hægt að fá hauginn allan af dagbókaraukahlutum í "accessories"

Skemmtið ykkur vel við að hanna ykkar eigin dagbók ég veit að ég get ekki beðið eftir að geta gert nýja handa mér að ári!

Eitt en passið að renna vel yfir dagbókina í preview áður en þið sendið inn pöntunina en það er lokaskrefið í þessu ferli og gott að vera viss um að allar aukasíðurnar séu einsog þið viljið og að mánuðurinn sé rétt uppsettur sem og vikan :)

Bestu kveðjur
Sif hannar

p.s. langar að minna ykkur á að ég er lesblind og skrifblind og því eflaust fullt af undarlegum villum hérna í þessum dagbókarpistli ;)

p.s.s. langar líka til að minna á snappið hjá mér @sifhannar